Kósýmatur eða “comfort food” er algjörlega það sem við þráum nú þegar skammdegið hellir sér yfir okkur.
Þessi uppskrift er algjörlega fullkominn kósýfæða á köldu haustkvöldi. Gerðu vel við þig og þína með þessari ofureinföldu uppskrift sem hentar líka fullkomlega fyrir LKL kúrinn, með því að nota Sunnere brauðmix í staðinn fyrir venjulegt rasp.
INNIHALD:
- 4 kjúklingabringur
- 4 ríflegar matskeiðar af Hellmann’s Light Mayonnaise
- 60g Parmesan ostur (ferskur)
- 2 msk rasp eða brauðmix
- 1/2 tsk krydd, t.d. oregano, timian
___________________________________________________________________
AÐFERÐ:
1. Hitaðu ofninn í 210, raspaðu ostinn niður og blandaðu saman við mayonesið
2. Settu mayones/parmesan blönduna á kjúklinginn
3. Dreifðu rasp og kryddblöndunni jafnt yfir og bakaðu í um 20-25 min (eða þar til kjúllinn er gegnsteiktur og mjúkur).
4. Njóttu í botn með þínu uppáhalds fólki.
Þennan rétt er gott að bera fram með hrísgrjónum og brokkolí, eða sætum kartöflum og salati. Í einni matskeið af léttu mayo eru um 40 – 50 hitaeiningar!
Uppskrift og myndir fengnar að láni af vef Hellmanns og HÉR er eiginlega sama uppskrift útfærð af Sveindísi með aðeins öðruvísi sniði.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.