Uppskrift: Pabbabrauð að hætti pabba míns – Besta brauð í heimi!

Uppskrift: Pabbabrauð að hætti pabba míns – Besta brauð í heimi!

IMG_2829

Ég ætla að kynna besta og einfaldasta brauði í heimi. Ég kalla það pabbabrauð af því þetta brauð hefur pabbi minn galdrað ítrekað fram úr erminni síðan ég var krakki.

Bara ilmurinn af þessu brauði flytur mig aftur heim á æskuheimilið þar sem ég sit og drekk kakó, gæði mér á brauði og hlusta á pabba segja verulega slaka brandara. Sem ég hlæ alltaf að. Af því að mér finnst pabbi minn ógeðslega fyndinn.

Pabbabrauð

3 og 1/2 bolli hveiti
3 bollar af heilhveiti
2 matskeiðar sykur
5 teskeiðar lyftiduft
1 teskeið salt
700 ml volg mjólk
Þessu er öllu hrært saman og skipt í tvö form. Brauðin fara inn í kaldan ofn á 200° í 30 mínútur. Síðan er slökkt á ofninum og brauðin látin dvelja í honum í sirka 20 mínútur í viðbót.
IMG_2832
Mmm. Ég finn lyktina við það eitt að horfa á þessar myndir. Hún er dásamleg get ég sagt ykkur. Enda fátt sem ilmar betur en nýbakað brauð.
IMG_2838

Guðdómlega gott með smjöri og osti. Alveg guðdómlega! Ein sneið og heitur kakóbolli – ég slæ ekki höndinni á móti slíku í þessum kulda.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest