Reykjavik
16 Mar, Saturday
3° C
TOP

Uppskrift: Oreo ostakakan sem allir elska! Enginn bakstur, bara beint í kæli

oreo ostakaka

Hver elskar ekki Oreo kex?! Hjá mér og mínum er það orðin hefð að skella í Oreo ostaköku þegar tilefni gefst til, allir spenntir að koma í afmælis eða önnur boð því að þau vita að það bíður þeirra dásamleg Oreo ostakaka!

Hérna kemur uppskrift að einni oreo ostaköku og ég lofa hún klikkar ekki !

oreo miniINNIHALD:

2 pakkar oreo kexkökur
200ml rjómi
200g rjómaostur ( hreinn)
2tsk vanilludropar
80gr flórsykur
1 pakki royal vanillubúðingur
5msk mjólk
100g smjör

AÐFERÐ

1. Myljið niður oreo kexpakka ca 1 og hálfan pakka og setjið í form.
2. Bræðið smjör í potti og hellið yfir kexblönduna og þjappið kexinu svolítið saman með fingrunum.
3. Hálf þeytið rjómann og setjið rjómaostinn, vanilludropana og flórsykurinn rólega saman við.
4. Setjið Royal búðinga mix í skál og setjið 5 msk af kaldri mjólk saman við og hrærið og setjið í ískáp í um 5-10 mínútur.
5. Blandið svo búðingnum saman við blönduna og hrærið varlega saman, leggið svo blönduna yfir kexbotninn.
6. Takið restina af Oreo kexinu og setjið fallega ofan á kökuna, æðislegt að bræða hvítt súkkulaði yfir.
7. Geymið kökuna í frysti og takið hana út úr frysti um klukkustund áður en hún er borin fram.

Svo má alltaf leika sér og gera mini oreo ostakökur í glösum eins og sjá má á myndinni og bara alls konar skemmtilegar útfærslur.

Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára. Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.