Þessi dásamlega Oreo baka er ekki flókin en krefst smá föndurs og bragðast undursamlega.
Ég var búin að ákveða að gera böku og um leið og ég kom í verslunina sá ég ekkert nema Oreo allstaðar svo Oreobaka skyldi það verða.
Hún er frekar þung í maga svo ein sneið á mann er alveg nóg (ég tróð samt í mig tveimur sneiðum og skammast mín sko ekkert fyrir það!). Bakan bragðast betur köld svo ef þú ætlar að halda veislu þá mæli ég með því að baka hana daginn áður og geyma inni í ísskáp.
INNIHALD BOTN
- 1 og 1/2 kassi af oreo kexi (aðeins meira ef þú vilt þykkan botn)
- 8 msk smjör brætt (10 msk ef þú ert með þykkari botn)
AÐFERÐ
- Byrjar á því að mylja gróft 2 pakka (af 4 í kassanum) af oreo ásamt 3 msk af smjöri og leggur til hliðar
- Tekur svo restina og mylur hana fínt ásamt restinni af smjörinu
- Blandar svo grófa og fína saman og pappírsklæðir botninn á c.a. 20 cm smelluformi
- Þrýstir blöndunni þétt niður og aðeins upp meðfram brúninni
- 100 gr smjör
- 150 gr dökkt súkkulaði
- 1 og 1/2 dl hveiti
- 1/2 tsk lyftiduft
- 1 msk kakó
- 1/2 tsk salt
- 1 egg
- 2 eggjarauður
- 2 dl sykur
- 1 tsk vanilludropar
- 1 og 1/2 plata af milka oreo súkkulaði (eða bara eins mikið og kemst ofan á hana)
AÐFERÐ
- Bræðið saman smjör og súkkulaði, látið kólna lítillega í ískáp
- Sigta hveiti, kakó og lyftiduft í skál og leggja það til hliðar
- Pískið vel saman 1 egg, 2 eggjarauður og sykur, fín æfing fyrir hendunar! (Geymið eggjahvíturnar)
- Bætið vanilludropum útí og hrærið
- Bætið svo við súkkulaðiblöndunni og hrærið vel
- Bæta svo við þurrefnunum og passið ykkur að hræra ekki of mikið
- Hella yfir bökubotninn og bakið í 15 mín
- Takið hana út úr ofninum og leyfið henni að kólna lítillega
- Raðið milka oreo súkkulaði bitunum ofan á
- Hellið svo ostalaginu ofaná og bakið í u.þ.b. 20 mín
- Leyfið kökunni að kólna inní ofninum
Krem/’topping’ úr rjómaosti
Gott að er gera þetta á meðan að súkkulaðifyllingin er að bakast, tekur enga stund…
INNIHALD
- 230 gr. rjómaostur við stofuhita
- 1/2 dl sykur
- 2 eggjahvítur
- 1/2 tsk vanilludropar
AÐFERÐ
- Hrærið rjómaostinn og sykur vel samanvið
- Bætið eggjahvítum og vanilludropum útí og hrærið vel
Þú verður sko ekki svikin/nn af þessari, sérstaklega ekki ef þú ert Oreo aðdáandi fyrir !
Róberta Michelle Hall er fædd í Reykjavík en rekur rætur sínar til Bandaríkjanna eins og nafnið ber með sér. Hún á erfitt með að sitja kyrr og líður best með mörg járn í eldinum. Helstu áhugamál Róbertu eru líkamsrækt, sálarrækt og bakstur. Hún bakar allt milli himins og jarðar hvort sem það er óhollt eða hollt og lætur stundum aðra um að klára kökuna sem hún smakkar þó sjálf því gott skal það vera!