Nú nálgast helgin óðfluga á þá styttist líka í nammidaginn, hvort sem um er að ræða okkur fullorðna fólkið eða krakkana.
Hér er uppskrift að æðislegri pítsu sem gersamlega bráðnar uppí manni. Frábær í kvöldmatinn, hvort sem er með fjölskyldunni eða góðum vinum… já eða bara bæði. Við fengum þessa lánaða hjá Gott í matinn.
Pizzabotn
½ poki ger
½ tsk sykur
280 ml volgt vatn (280-300 ml)
200 gr af próteinauðugu brauðhveiti
50 gr durum hveiti (má sleppa og setja brauðhveiti í staðinn)
1 tsk salt
Pizzafylling
• góð ólífuolía
• salt og svartur pipiar
150 ml pizzasósa
100 gr pizzaostur eða annar rifinn ostur
2 tómatar skornir í sneiðar
1 camembert ostur, skorinn í 8 sneiðar
1 poki litlar mozzarella kúlur
½ poki klettasalat
4 sneiðar hráskinka eða önnur skinka
10 basilíkulauf
• góð ólífuolía
• salt og svartur pipiar
150 ml pizzasósa
100 gr pizzaostur eða annar rifinn ostur
2 tómatar skornir í sneiðar
1 camembert ostur, skorinn í 8 sneiðar
1 poki litlar mozzarella kúlur
½ poki klettasalat
4 sneiðar hráskinka eða önnur skinka
10 basilíkulauf
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C með blæstri og undirhita. Fletjið pizzadeigið þunnt út. Setjið pizzasósuna yfir. Stráið pizzaostinum yfir botninn. Raðið tómatsneiðum og camembert-sneiðum sitt á hvað allan hringinn á pizzunni og setjið eina tómatsneið í miðjuna. Raðið litlu mozzarella-ostunum á tómatsneiðarnar, einum osti á hverja sneið. Bakið pizzuna í 12–15 mínútur. Dreifið basilíku, klettasalati, skinku, og slatta af ólífuolíu yfir bakaða pizzuna. Saltið og piprið eftir smekk. Berið strax fram!
Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.