Reykjavik
17 Mar, Sunday
2° C
TOP

Uppskrift: Ofnbakaður lax með ferskum kryddjurtum og grískri jógúrt – Einfalt og fljótlegt

Screen Shot 2015-04-24 at 11.30.37

Lax er hrikalega hollur matur, svona sirka með því besta sem við getum látið ofan í okkur.

Nú þegar sólin fer að skína örlítið meira á okkur er ekki úr vegi að rækta ferskar kryddjurtir, ýmist úti í garði eða eldhúsglugga en fersk krydd geta fært bragðlaukana alveg yfir í aðrar víddir. Þær má líka kaupa t.d. í Krónunni og Kosti, afskornar og eftir vigt.

Hér er frábær uppskrift af vef Mörtu nokkurar Stewart. Konur sem eru duglegar í ræktinni ættu að fagna þessari alveg sérstaklega þar sem hún er stúúútfull af hollum próteinum og inniheldur bara holla fitu.

INNIHALD:

  • 1/2 bolli grísk jógúrt
  • 2 matskeiðar Dijon sinnep
  • 2 msk fínt söxuð steinselja
  • 2 msk saxað ferskt dill
  • Salt og pipar
  • Sítrónusneiðar
  • Laxaflak

AÐFERÐ:

Hitaðu ofninn í 230 gráður. Blandaðu saman jógúrt, sinnepi, dilli og steinselju. Saltaðu fiskinn og settu smá pipar líka. Láttu flakið með roðið niður á bökunarplötu eða í eldfast mót og berðu jógúrtblönduna yfir.

Grillaðu í ofninum þar til fiskurinn er tilbúinn, sirka 8 mínútur. Skreyttu svo á fallegu fati með sítrónusneiðum og dilli.

Berðu þetta ljúfmeti fram með góðu salati og brauði ef þú vilt. Sumarlegur og súperhollur réttur!

Margrét byrjaði að blogga árið 2002 og hefur verið óstöðvandi á þessu sviði allar götur síðan. Hún hefur að mestu starfað við fjölmiðla frá tvítugsaldri og þá einna helst við ritstjórn og blaðamennsku, en einnig útvarp og sjónvarp. Hún flutti til London sautján ára og komst til manns í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði m.a. margmiðlun og myndlist. Margrét býr ásamt einkadóttur sinni á Seltjarnarnesi, elskar ferðalög, veitingahús, veislur og vini sína enda krabbi, með tungl í ljóni og rísandi vog.