Lax er hrikalega hollur matur, svona sirka með því besta sem við getum látið ofan í okkur.
Nú þegar sólin fer að skína örlítið meira á okkur er ekki úr vegi að rækta ferskar kryddjurtir, ýmist úti í garði eða eldhúsglugga en fersk krydd geta fært bragðlaukana alveg yfir í aðrar víddir. Þær má líka kaupa t.d. í Krónunni og Kosti, afskornar og eftir vigt.
Hér er frábær uppskrift af vef Mörtu nokkurar Stewart. Konur sem eru duglegar í ræktinni ættu að fagna þessari alveg sérstaklega þar sem hún er stúúútfull af hollum próteinum og inniheldur bara holla fitu.
INNIHALD:
- 1/2 bolli grísk jógúrt
- 2 matskeiðar Dijon sinnep
- 2 msk fínt söxuð steinselja
- 2 msk saxað ferskt dill
- Salt og pipar
- Sítrónusneiðar
- Laxaflak
AÐFERÐ:
Hitaðu ofninn í 230 gráður. Blandaðu saman jógúrt, sinnepi, dilli og steinselju. Saltaðu fiskinn og settu smá pipar líka. Láttu flakið með roðið niður á bökunarplötu eða í eldfast mót og berðu jógúrtblönduna yfir.
Grillaðu í ofninum þar til fiskurinn er tilbúinn, sirka 8 mínútur. Skreyttu svo á fallegu fati með sítrónusneiðum og dilli.
Berðu þetta ljúfmeti fram með góðu salati og brauði ef þú vilt. Sumarlegur og súperhollur réttur!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.