Himneskur kjúklingur sem slær alltaf í gegn þegar ég ber hann á borð. Hann er fullkominn fyrir þá daga þegar tíminn er lítill (sem eru jú flestir dagar).
Hráefni
- 4 kjúklingabringur
- 4 hvítlauksrif, söxuð smátt
- 4 matskeiðar púðursykur
- 3 tsk ólífuolía
- sjávarsalt
- pipar
Aðferð
- Hitið ofninn í 180°c, létt-smyrjið eldafast mót með smjöri.
- Steikið hvítlauk í olíu þar til mjúkur.
- Takið af hitanum og hrærið púðursykri saman við.
- Kjúklingurinn settur í mótið, sykur og hvítlauks blöndunni smurt yfir.
- Bætið við salt og pipar eftir smekk.
Bakið í 15-30 mínútur.
Fullkomið að bera fram með fersku salati og hrísgrjónum, t.d. basmati, hýðis, brún eða það sem ykkur finnst best.
Þessi dásemdar kjúklingur er einfaldur og sjúklega góður á bragðið. Algjörlega þess virði að prófa!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.