Lax er með því hollasta sem við borðum. Hann inniheldur ríkulegt magn af Omega3 fitusýrum og er sérlega próteinríkur.
Sem betur fer höfum við íslendingar alltaf góðan og greiðan aðgang að ferskum laxi og því um að gera að njóta hans sem oftast.
Hér er skemmtilega sumarleg uppskrift að góðum laxarétti. Áður en þú tekur til við eldamennskuna er gott að stinga sæta kartöflu með gaffli, vefja í álpappír og baka á 200 í 45 mín til að hafa með.
Hér er uppskriftin:
- 3 hvítlauksrif
- 2 ferskir rósmarín stönglar
- Ferskt laxaflak
- Matskeið af ólífuolíu
- Tvær klípur af góðu salti
- Pipar eftir smekk
Leggðu laxinn með roðið niður á álpappír og skvettu yfir ólífuolíu, svo kemur hvítlaukur og rósmarín, vel saxað. Salt og pipar og bakað í 10-12 mínútur á ca 200 eða þar til laxinn er eldaður í gegn. Fínt að setja hann inn með kartöflunni síðasta korterið.
Með þessu er líka tilvalið að ofnbaka ferskt grænmeti. T.d. baunir eða aspas. Þá dreifirðu ólífuolíu yfir, salt og pipar og setur í ofninn með hinu í c.a. 25 mínútur.
Sumarlegur, meinhollur og góður réttur sem hægt er að reiða fram heima eða í bústaðnum og njóta með ísköldu vatni eða hvítvíni og hollu nýbökuðu brauði. Verði ykkur að góðu!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.