Reykjavik
18 Mar, Monday
5° C
TOP

Uppskrift: Nutella nammi pizza fyrir barnaafmælið – Þau munu æpa af gleði!

Nú veit ég ekki með krakkana þína en ég held að mín eigi alveg eftir að tapa sér úr spenningi þegar ég sýni henni þetta myndband hérna.

Við erum að tala um triple joy – 1. Pizza 2. Nutella 3. Nammi. Það er varla hægt að toppa þetta!

 [youtube]https://www.youtube.com/watch?v=7nkX86e2l5E[/youtube]

Þar sem mín á ekki afmæli fyrr en í desember verður eiginlega að halda sérstakt stelpugistikvöld í tilefni þessarar pizzu. ATH að það er vel hægt að gera sandkökubotn eða kaupa Betty Crocker deig til að gera botninn.

Þetta bara VERÐUR að prófa. Það er bara þannig.

Margrét byrjaði að blogga árið 2002 og hefur verið óstöðvandi á þessu sviði allar götur síðan. Hún hefur að mestu starfað við fjölmiðla frá tvítugsaldri og þá einna helst við ritstjórn og blaðamennsku, en einnig útvarp og sjónvarp. Hún flutti til London sautján ára og komst til manns í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði m.a. margmiðlun og myndlist. Margrét býr ásamt einkadóttur sinni á Seltjarnarnesi, elskar ferðalög, veitingahús, veislur og vini sína enda krabbi, með tungl í ljóni og rísandi vog.