Þetta bananabrauð tekur mögulega 4 mín frá því byrjað er að stappa bananana og þar til það kemuur í ofninn. Fullkomið þegar maður nennir ekki að gera neitt of flókið.
NUTELLA BANANABRAUÐ
INNIHALD
2 vel þroskaðir bananar
1,5 bolli hveiti
1 egg
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
3 msk nutella
Ofninn er stilltur á 200°C. Banananir eru stappaðir með gaffli, öllu blandað saman í skál og hrært vel þangað til góð blanda hefur myndast. Smyrjið brauðform eða leggjið smjörpappír ofan í það og hellið deiginu í formið. Látið brauðið bakast í 30 – 40 mín eða þangað til það er bakað í gegn.
Einfaldara gerist það ekki!
Uppskrift þessi er frá Lindu Ben.