Reykjavik
06 Dec, Thursday
6° C
TOP

Uppskrift: Nachos kjúklinganaggar – Ótrúlega einfalt og ómótstæðilegt!

Screen Shot 2013-10-18 at 14.12.36

Æðislega ljúffengur kjúklingaréttur sem öllum líkar. Kjúklingakjöti er velt upp úr muldum nachosflögum sem flestir eru sólgnir í.

Sniðugt er að skera kjúklinginn í enn minni bita en sýnt er á myndinni, þræða hann síðan að lokinni eldun á flotta pinna og bera þannig fram.

600 g kjúklingalundir eða bringur
1 dl hveiti
salt, pipar og paprikuduft að smekk
2 egg
170 g nachosflögur, muldar smátt.

Hitið ofninn í 230 gráður.

Skerið kjúklingakjötið í hæfilega bita. Kryddið hveitið með salti, pipar og paprikudufti og setjið í skál. Hrærið út eggin í annarri skál og setjið muldu nachosflögurnar í þá þriðju. Byrjið á því að velta kjúklingabitunum upp úr hveitinu þannig að þeir verði jafnt þaktir. Dýfið síðan ofan í eggin og látið renna vel af þeim áður en þeim er svo velt upp úr nachosflögunum. Raðið á bökunarplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír. Bakið í um 15 mínútur, fer eftir stærð bitanna, aðeins skemur ef þeir eru mjög litlir. Snúið bitunum við þegar eldunartíminn er hálfnaður þannig að þeir gyllist jafnt báðum megin. Berið fram með salsasósu og sýrðum rjóma.

Rósa starfaði um árabil sem blaða- og fréttamaður lengst af hjá fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar. Hún hefur skrifað um mat og matargerð í ýmis blöð og tímarit, þar af í rúman áratug fyrir Gestgjafann. Rósa gaf út sína fyrstu matreiðslubók, Eldað af lífi og sál, haustið 2009. Nú starfar Rósa við ritstörf hjá Bókafélaginu og er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.