Aníta Rún Guðnýjardóttir, 24 ára lífstílsráðgjafi frá Grundarfirði sendi okkur þessa uppskrift að kókoskúlum sem henni þykir mjög góð.
“Fyrir 18 mánuðum breytti ég öllu hvað varðar mataræði. Fór úr því að borða 5-8000 Hitaeiningar á dag yfir í grunnbrennsluna mína sem er 1600 hitaeiningar á dag,” skrifaði Aníta í bréfinu sem fylgdi uppskriftinni. “Í dag er eg 18 kg léttari, og 130 cm minni í ummáli”.
Þetta er rétt hjá Anítu. Minni sykur og meiri hollusta gerir það að verkum að þú grennist. Um að gera að passa sig líka yfir jólin og þá er gott að eiga svona gotterí í hollari útgáfu til að grípa í. Nammi namm… Þú þarft:
Matvinnsluvél
- Kakó
- döðlur
- kókosolía
- kókosmjöl
2 DL döðlur
1/2 DL lífrænt kakó
1DL kókosolía
Allt sett saman í matvinnsluvél – 3DL kókosmjöl sett útí. Búa til litlar sætar kúlur, setja inní ísskáp eða frysti, njóta!
Voila!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.