Reykjavik
15 Mar, Friday
1° C
TOP

UPPSKRIFT: Mexíkósk pizza með avocado og kjúkling – Fljótlegt!

Screen Shot 2015-08-25 at 12.22.06Ég elska mat frá mexíkó og ég elska pizzur! Hvað ef maður blandar þessu tvennu saman? Þá er veisla!

ganze und halbe avocado isoliert auf weissHér er uppskrift að mexíkóskri pizzu með avocaodo.

Þú getur að sjálfsögðu sett hvað sem þér dettur í hug á hana, svo lengi sem það tengist mexíkó, (því annars væri þetta ekki mexíkó pizza)… en hér er tillaga.

  • Fyrirfram tilbúið pizzudeig, helst spelt.
  • Pinto baunir
  • Eldað kjöt, t.d. hakk eða kjúklingur
  • Ostur
  • Avocado
  • Kóríander
  • Salsa

Berðu salsasósu á pizzubotninn. Toppaðu með álegginu og að lokum ostinum. Bakaðu í ofni þar til botninn er klár og osturinn gylltur.

Þær allra hörðustu mylja svo auðvitað nachos yfir pizzuna rétt áður en hún er tekin úr ofninum.

Njótið!

 

Margrét byrjaði að blogga árið 2002 og hefur verið óstöðvandi á þessu sviði allar götur síðan. Hún hefur að mestu starfað við fjölmiðla frá tvítugsaldri og þá einna helst við ritstjórn og blaðamennsku, en einnig útvarp og sjónvarp. Hún flutti til London sautján ára og komst til manns í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði m.a. margmiðlun og myndlist. Margrét býr ásamt einkadóttur sinni á Seltjarnarnesi, elskar ferðalög, veitingahús, veislur og vini sína enda krabbi, með tungl í ljóni og rísandi vog.