Ég elska mat frá mexíkó og ég elska pizzur! Hvað ef maður blandar þessu tvennu saman? Þá er veisla!
Hér er uppskrift að mexíkóskri pizzu með avocaodo.
Þú getur að sjálfsögðu sett hvað sem þér dettur í hug á hana, svo lengi sem það tengist mexíkó, (því annars væri þetta ekki mexíkó pizza)… en hér er tillaga.
- Fyrirfram tilbúið pizzudeig, helst spelt. Nú eða eitt frá grunni.
- Pinto baunir
- Eldað kjöt, t.d. hakk eða kjúklingur
- Ostur
- Avocado
- Kóríander
- Salsa
Berðu salsasósu á pizzubotninn. Toppaðu með álegginu og að lokum ostinum. Bakaðu í ofni þar til botninn er klár og osturinn gylltur. Þær allra hörðustu mylja svo auðvitað nachos yfir pizzuna rétt áður en hún er tekin úr ofninum.
Njótið!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.