Uppskrift: Mexíkósk kjúklingasúpa – Passaðu að gera nóg af henni

Uppskrift: Mexíkósk kjúklingasúpa – Passaðu að gera nóg af henni

Screen Shot 2013-09-23 at 16.40.55

Algjör negla þessi kjúklingasúpa! Það er helst að maður klikki á því að gera nóg af henni í hvert sinn sem ég elda hana því aldrei er dropi eftir í pottinum.

Og það sem meira er hún er afar einföld í undirbúningi. Meðlætið leikur stórt hlutverk en ætlast er til að það sé borið fram í litlum skálum og að hver og einn strái því yfir sína súpuskál að smekk.

Mexíkósk kjúklingasúpa

 • 400 g kjúklingur  eldaður, saxaður eða niðurrifinn
 • 1 msk. ólífuolía
 • 1 rauðlaukur, saxaður
 • 4 hvítlauksrif, söxuð eða marin
 • 450 g salsa- eða tacosósa, má líka nota niðursoðna tómata
 • 2 dl chillísósa úr flösku
 • 1 lítri kjúklingasoð
 • 1 tsk. paprikuduft og/eða 1 tsk. chillíduft
 • salt og pipar, að smekk

Mýkið lauk og hvítlauk í ólífuolíu í potti við meðalhita. Bætið salsa- eða tacosósu í ásamt chillísósu.

Látið malla smá stund. Maukið þá súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél þar til slétt. (Má sleppa þvi að mauka en passið þá að saxa laukinn mjög smátt). Bætið síðan kjúkling og soði saman  við og látið suðuna aðeins koma upp. Kryddið að vild og smakkið til þar til hæfilega sterk.

Meðlæti, stráð yfir súpu að smekk:

 • ostur, rifinn
 • ferskt kóríander, saxað
 • nachosflögur, muldar
 • límónubátar, til að kreista safa yfir súpuna

Þessi uppskrift birtist fyrst í bók minni Partíréttir sem kom út í vor. HÉR er Facebooksíða Partírétta.

Njótið!

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest