Þessi skemmtlega uppskrift er tilvalin fyrir unnendur sushi og alla sem elska lax… hér er enginn eldamennska en hinsvegar svolítill undirbúningur og þú þarft góðan tíma. Ekkert stress hér.
Uppskriftin rekur ættir sínar til Frakklands en Meaux sinnepið fæst í Heilsuhúsinu og þar færðu einnig sinnepskornin…
- 1½ kg laxaflak (flök)
- 2 msk Maldon hafsalt
- hvítur pipar úr kvörn
- Meaux-sinnep með grænum pipar
- 1 ½ dl hrásykur
- 1 dl gul sinnepskorn sem lögð hafa verið í bleyti yfir nótt
Leggið flakið á fat með roðið niður. Sáldrið saltinu yfir flakið, svo og sparlega hvítum pipar úr kvörn.
Smyrjið sinnepinu yfir laxaflakið. Hæfilegt magn er 2 mm lag eða á við þykkt borðhnífs. Síðan er sykri sáldrað yfir flakið og að lokum blautum sinnepskornum.
Smyrjið sinnepinu yfir laxaflakið. Hæfilegt magn er 2 mm lag eða á við þykkt borðhnífs. Síðan er sykri sáldrað yfir flakið og að lokum blautum sinnepskornum.
Breiðið plastfilmu yfir fatið og geymið í ísskáp í 1 sólarhring. Sé það mjög þykkt og af einum laxi er vissara að hafa það í ísskápnum í 30 tíma. Þremur tímum áður en sinnepslaxinn er borinn á borð er hann tekinn af fatinu, vökva sem runnið hefur af honum er fleygt, roðið þerrað og laxinn pakkaður í álpappír í þrjár klst., síðan tekinn úr álpappírnum og skorinn í þunnar sneiðar.
Gott brauð frá handverksbakara er kjörið með þessum fiski.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.