UPPSKRIFT: Matarmikið kjúklinga osta salat með pasta

UPPSKRIFT: Matarmikið kjúklinga osta salat með pasta

image1

Ég elska kjúklinga salöt, og sérstaklega matmikil salöt. Hér er ein ótrúlega góð uppskrift sem ég fékk hjá vinkonu minni fyrir fimm árum. Hef eldað þetta maaaarg oft eftir það. image1 (2)

  • 3-4 kjúklingabringur – skornar í bita og steiktar á pönnu, kryddaðar með timian og salt og pipar, mér þykir betra að hafa meira krydd en minna.
  • heilhveiti pasta – magn eftir smekk, ég nota oftast ca 200 gr
  • 1/2 mexíkó ostur – skorinn í teninga
  • 1/2 hvílauksostur – skorinn í teninga
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 rauð paprika – skorin í bita og steikt á pönnu með bringunum
  • kirsuberja tómatar
  • salat – veislusalat þykir mér best með þessu en annars er hægt að nota hvað sem er 🙂
  • timian krydd
  • salt og pipar

Eftir að pastað er soðið og bringurnar tilbúnar þá skal blanda öllu í stóra skál og njóta.

Endilega prófaðu eitthvað fleira grænmeti og fleiri útgáfur með salatið! Salatið endist svo í 2-3 daga inní kæli og er alveg ótrúlega gott líka kalt!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest