Ég elska kjúklinga salöt, og sérstaklega matmikil salöt. Hér er ein ótrúlega góð uppskrift sem ég fékk hjá vinkonu minni fyrir fimm árum. Hef eldað þetta maaaarg oft eftir það.
- 3-4 kjúklingabringur – skornar í bita og steiktar á pönnu, kryddaðar með timian og salt og pipar, mér þykir betra að hafa meira krydd en minna.
- heilhveiti pasta – magn eftir smekk, ég nota oftast ca 200 gr
- 1/2 mexíkó ostur – skorinn í teninga
- 1/2 hvílauksostur – skorinn í teninga
- 1/2 rauðlaukur
- 1 rauð paprika – skorin í bita og steikt á pönnu með bringunum
- kirsuberja tómatar
- salat – veislusalat þykir mér best með þessu en annars er hægt að nota hvað sem er 🙂
- timian krydd
- salt og pipar
Eftir að pastað er soðið og bringurnar tilbúnar þá skal blanda öllu í stóra skál og njóta.
Endilega prófaðu eitthvað fleira grænmeti og fleiri útgáfur með salatið! Salatið endist svo í 2-3 daga inní kæli og er alveg ótrúlega gott líka kalt!
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður