Lax er og verður alltaf herramanns matur. Hann er fullur af góðum næringarefnum og vítamínum og hver sem er duglegur að borða lax mun hafa gott af.
Þessi réttur er mjög fljótlegur og fyrir fólk sem vill draga úr kjötneyslu er laxinn frábær valkostur á grillið.
Hér erum við með laxarétt sem inniheldur jafnframt mangósultu eða mangochutney, en það er mikið notað með indverskum mat.
Laxinn:
1 stórt laxaflak
1 krukka af góðu Mango Chutney
Laxinn settur á álpappír, Mango chutney sósu smurt ofan á flakið og látið helst bíða í 2-3 klst.
Með þessu er gott að bera fram sætar kartöflur í ofni eða brún hýðishrísgrón, fer eftir smekk. Og gott salat beint úr garðinum er alltaf ómótstæðilegt með ásamt ísköldu vatni með sítrónu.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.