Marengstertur finnst mér dásamlegar enda henta þær mjög vel við ótal tækifæri…
Við hjónin vorum að halda upp á þriggja ára afmæli stelpnanna okkar og mig langaði að prófa eitthvað nýtt en ég hafði aldrei bakað marengstertu áður.
Því ákvað ég að gera eina slíka tertu og deili hér uppskriftinni af henni þar sem hún sló rækilega í gegn!
INNIHALD
- 4 x eggjahvítur
- 200 gr. sykur
- 2 bollar rice crispies
- 100 gr. súkkulaði spænir
Þú stífþeytir eggjahvíturnar og blandar sykrinum vel saman við að því loknu. Hræir rice crispies og súkkulaði spæninum varlega saman við með sleif.
Sett inn í 160 gráðu heitan ofn í klukkutíma. Gott er að setja smjörpappír í formið eða baka bara marengsin á plötu með smjörpappír undir, passaðu þá að hafa botnanna nokkuð jafna. Ef þú notar blástur fylgstu þá vel með, tíminn er aðeins styttri þá.
Þessa uppskrift geri ég tvisvar sinnum og svo geri eg eina sem er alveg eins nema í staðin fyrir rice crispies set ég 200 grömm af kókosmjöli.
Úr þessu færð þú þrjá marengsbotna.
Næst þeytum við rúmlega 750 ml af rjóma. Setur hluta af rjómanum á fyrsta botninn ásamt smá Nóakroppi sem þú dreifir jafnt yfir rjómann.
Setur svo næsta botn á, setur yfir hann rjóma og royal súkkulaðibúðing og svo endarðu á að setja síðasta botninn yfir þetta, restina af rjómanum á, bræðir rjómasúkkulaði yfir vatnsbaði og setur yfir rjómann og svo toppar þú herlegheitin með helling af Nóakroppi og ferskum jarðaberjum!!
NJÓTIÐ!
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.