Þessi réttur er mjög góður þó svo ég hafi sleppt fiskisósunni og ekkert flókin þó svo upptalning á hráefni sé nokkuð löng.
Réttinn fann ég á vefnum hjá henni Sigrúnu en þar eru margar frábærar og mjög hollar uppskriftir.
FISKUR MEÐ KÓKOSFLÖGUM OG BASIL
Fyrir 3-4
175 g kirsuberjatómatar skornir í helminga
1 hvítlauksrif, saxað smátt
450 g ýsa (bein- og roðlaus)
25 g kartöflumjöl eða spelti
0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
Smá klípa svartur pipar
1 tsk kókosolía
2 msk rautt, thailenskt karrímauk
1 msk fiskisósa (Nam Plah)
250 ml léttmjólk eða undanrenna
2 msk kókosflögur
20 fersk basil blöð, skorin í ræmur eða rifin
AÐFERÐ
Afhýðið hvítlaukinn og saxið smátt. Skerið kirsuberjatómatana í helminga.
Skerið fiskinn í meðalstóra bita (ég miða við 4 bita á hvert flak eða svo).
Setjið kartöflumjölið í skál og kryddið með salti og pipar. Veltið bitunum í mjölinu og þekið vel.
Hitið kókosolíu á stórri pönnu. Setjið fiskinn á pönnuna og hitið í 3-4 mínútur. Ef vantar meiri vökva á pönnuna notið þá vatn.
Blandið saman hvítlauk, karrímauki, fiskisósu og mjólk.
Hellið blöndunni yfir fiskinn og hitið að suðu. Bætið tómötunum við og látið krauma í 5 mínútur (gætið þess að ofhita ekki því þá fara steinarnir að leka út úr tómötunum).
Dreifið basil blöðunum yfir og kókosflögunum yfir og hrærið varlega svo að fiskurinn fari ekki í sundur.
Hvet ykkur til að vera dugleg að prófa nýjar uppskriftir, tilraunastarfsemi í eldhúsinu á hollan hátt er mjög spennandi!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.