Það er eitthvað við súkkulaði sem hefur áhrif á gleðina. Þessar unaðslegu múffur eiga skilið að komast á verðlaunapall, þær veita manni ómælda gleði. Ef þig langar að toppa fullkominn málsverð, þá mæli ég með þessum gullmolum!
Fyrir 2
- 70 gr súkkulaði (70%)
- 20 gr hrásykur
- 50 gr smjör
- 1 egg
- 1/4 tsk salt
- 10 gr spelt
- Fersk hindber
AÐFERÐ
- Bræða súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði.
- Hrærið saman egg og hrásykur, þar til létt og ljóst, bætið salti saman við.
- Blandið súkkulaðiblöndunni og spelti saman við eggjablönduna.
- Hellið dýrðinni í muffins form, gætið þess að fylla þau ekki alveg, setjið 3-4 hindber ofan í hverja múffu.
- Bakið við 180°C í 10-12 mínútur, kökurnar eru bestar blautar að miðju.
Þessar ljúfur gera hverja stund fullkomna. Nærvera þeirra toppar allt.
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.