Hérna kemur einföld og góð uppskrift að lakkrístoppum, þessir eru mjög vinsælir á mínu heimili og hef ég varla undan að baka…
INNIHALD
- 3stk eggjahvítur
- 200gr púðursykur
- 150gr rjómasúkkulaði
- 150gr lakkrískurl (líka gott að breyta til og fínsaxa t.d. 150gr daim súkkulaði)
AÐFERÐ
1. Stífþeytið eggjahvíturnar (þannig að hægt sé að hvolfa skálinni án þess að eggjahvíturnar hreyfist).
2. Bætið púðursykrinum við og þeytið þannig að púðursykurinn blandist vel við og sykurkornin hverfi).
3. Fínsaxið rjómsúkkulaði og blandið varlega við blönduna með sleif.
4. Setjið lakkrískurlið varlega saman við, mér finnst best að saxa það aðeins niður svo það verði fíngerðara.
5. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og setjið um það bil teskeið af deiginu á plötuna og hafið gott bil á milli. Það má nota sprautu eða teskeið.
6. Bakið við 160C í um 12 mínútur.
Þetta á eftir að koma ykkur í jólaskap! Góða skemmtun og njótið í botn!
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.