Þessi uppskrift gefur þér ekki bara góða líðan og ljúft bragð í munninn heldur færðu hér tækifæri til að prófa þig áfram með kryddhilluna.
Við fengum þessa frá Gott í Matinn og getum lofað að pizzurnar smakkast einstaklega vel. Magnað líka hvað það er í raun einfalt að gera sjálf tortillurnar. Gott að frysta svo bara restina og nota síðar ef svo einkennilega vill til að maturinn verður ekki borðaður upp til agna.
Fyrir fjóra
Innihald
2 stk kjúklingabringur, skornar í þunna strimla
1 stk rauð paprika, skorin í ræmur
1 stk gul paprika, skorin í ræmur
1 stk lítill rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
½ tsk oregano
½ tsk paprika
¼ tsk kummin
¼ tsk kóríander
⅛ tsk chili
½ tsk sjávarsalt
1 msk ólífuolía
4 msk 17% ostur, rifinn
1 stk límóna, skorin í báta
1 stk rauð paprika, skorin í ræmur
1 stk gul paprika, skorin í ræmur
1 stk lítill rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
½ tsk oregano
½ tsk paprika
¼ tsk kummin
¼ tsk kóríander
⅛ tsk chili
½ tsk sjávarsalt
1 msk ólífuolía
4 msk 17% ostur, rifinn
1 stk límóna, skorin í báta
Aðferð: Setjið fyrstu 11 hráefnin í skál og hrærið varlega saman. Látið bíða á meðan tortillapizzurnar og sósan eru útbúin. Þegar sósan og tortillapizzurnar eru tilbúnar þá er kjúklingurinn og grænmetið steikt á pönnu þar til kjúklingurinn er gegnum eldaður. Setjið græna gríska jógúrtsósu á tortillapizzurnar. Magn fer eftir smekk. Látið síðan kjúkling og grænmeti ofan á. Síðan meiri sósu og toppið með rifnum osti. Kreistið loks límónusafa yfir.
Græn grísk jógúrtsósa:
1 ds grísk jógúrt
1 stk grænt chili, saxað
1 stk hvítlauksrif, saxað
1 stk vorlaukur, saxaður
2 msk ferskt kóríander, saxað
2 msk fersk mynta, söxuð
1 msk ólífuolía
1 stk grænt chili, saxað
1 stk hvítlauksrif, saxað
1 stk vorlaukur, saxaður
2 msk ferskt kóríander, saxað
2 msk fersk mynta, söxuð
1 msk ólífuolía
Maukið öll hráefnin saman með töfrasprota eða notið matvinnsluvél. Geymið.
Tortillapizzubotnar:
5 dl hveilhveiti
1½ tsk sjávarsalt
2 msk ólífuolía
3 dl sjóðandi vatn
1½ tsk sjávarsalt
2 msk ólífuolía
3 dl sjóðandi vatn
Setjið heilhveiti, salt og olíu í skál. Hellið síðan sjóðandi vatni yfir og hrærið. Hnoðið örstutt. Mótið eina rúllu úr deiginu og skiptið henni í átta jafna bita. Fletjið hvern bita út í köku sem er u.þ.b. 20 cm í þvermál. Bakið á þurri pönnu, báðum megin, þar til gullið. Geymið undir klút.
Namm namm… og líkaminn þakkar okkur!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.