Líkt og næstum öll heimsbyggðin er ég mikill ‘sökker’ fyrir ítölskum mat en pizzur eiga þó oft til að fara illa í mig.
Þessvegna kýs ég að búa þær til sjálf eða kaupa dýrari gerðina hjá Eldsmiðjunni eða La Luna (sem var reyndar að loka nýlega). Ég get m.ö.o alls ekki borðað hvaða pizzu sem er og alls ekki Dominos án þess að finna til í maganum. Það er eitthvað við botninn og stundum sósuna sem getur verið með svo hátt sodium magn að fullt af fólki, og þar á meðal undirrituð, ræður hreinlega ekki við að borða þetta.
Í gærkvöldi setti ég saman pizzu hér heima sem kom alveg frábærlega út og bragðaðist ofur vel. Hún rann niður í matargesti sem hreinlega stundu af gleði og auðvitað leið öllum ljómandi vel eftir matinn.
INNIHALD:
- Pizzabotn úr heilhveiti eða spelt
- Ferskt spínat
- Kotasæla
- Grænt pestó
- Rauðlaukur
- Kirsuberjatómatar
- Feta ostur (hreinn)
- Mozarella og Maríbóostur rifinn (klárt í poka)
Ég keypti botninn í Víði, upprúllað heilhveitideig sem þurfti ekki annað að en að fletja út. Ofan á þetta smurði ég svo pestó með villtum hvítlauk, þetta sem þú sérð í krukkunnni á myndinni. Ótrúlega gott.
Því næst kom fínt sneiddur rauðlaukur og tómatar í skífum, svo spínat, ofan á það kotasæla og feta og svo stráði ég pizzaosti yfir. Kryddaði með ítölsku kryddi og smá pipar og inn í ofn í 10 – 15 mínútur.
Meiriháttar góð pizza og samsetningin heilsusamleg og hitaeiningasnauð. Flestar hitaeiningarnar eru í botninum og pizzaostinum svo ef þú vilt hafa þær færri þá bara minna af þessum osti eða sleppa alveg og halda þig við feta og kotasælu. Má líka þynna botninn með kökukefli.
Mæli með þessari fyrir pizzulovera sem vilja halda sig við heilsuna.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.