Uppskrift: Ljómandi góð kanilbomba

Uppskrift: Ljómandi góð kanilbomba

muffins

Þegar byrjað er að kólna í veðri er tilhugsunin um nýbakaðar bollakökur ótrúlega hugguleg.

Þessar kanilbombur eru ljúffengar með kaffinu og geta upp á sitt einsdæmi bjargað köldum og grámyglulegum mánudegi. Uppskriftin kemur frá Gott í matinn.

Undirbúningstími 25 mínútur, bökunartími u.þ.b. 15-20 mínútur.

Innihald

Bollakökur
226 g smjör við stofuhita
375 g hveiti
1 msk. lyftiduft
½ tsk salt
4 stk egg
2 tsk. vanilludropar
270 ml. mjólk
200 g púðursykur
1 tsk. kanill
390 g sykur
Vanillu-rjómaostakrem
225 g rjómaostur
125 g smjör, við stofuhita best að hafa það aðeins mjúkt
2 tsk. vanilludropar
370 g flórsykur
Púðursykursgljái
110 g smjör
200 g púðursykur
2 tsk. kanill

Aðferð

Bollakökur
  •  Hitaðu ofninn í 180 gráður, raðaðu upp u.þ.b. 25 bollakökuformum á bökunarplötu.
  •  Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og settu til hliðar.
  • Hrærðu saman smjör og sykur þangað til blandan verður mjúk og létt, bættu eggjunum saman við, einu í einu og hrærðu vel á milli. Skafðu hliðarnar í skálinni af og til, til þess að blanda deiginu vel saman. Bættu vanilludropum saman við.
  • Blandaðu saman við hveitiblöndunni og mjólkinni smá og smá í einu og hrærðu á litlum hraða. Hrærðu vel saman.
  • Settu u.þ.b. 1 msk. af deigi í formin, 1 tsk. af kanilblöndunni, settu aðra msk. af deigi og aftur 1 tsk. af kanilblöndunni. Taktu hníf og snúðu honum í nokkra hringi í gegnum deigið,  þannig kanilblandan blandast gróflega við deigið. Bakaðu í rúmlega 15 til 20 mínútur eða þangað til kökurnar eru orðnar gullbrúnar að lit.

Vanillu-rjómaostakrem
(ef þú vilt hafa mikið krem gerðu þá tvöfalt)

  •  Hrærðu saman rjómaostinn og smjörið þangað til blandan verður ljós og létt.
  •  Bættu flórsykrinum smá og smá saman við og hrærðu vel á milli. Bættu saman við vanilludropum.
  • Sprautaðu kreminu á kældar kökur. Til skrauts er hægt að strá örlitlum kanil yfir kremið og fyrir þá sem vilja hafa kökurnar extra djúsí er gott að setja púðursykurs og kanilgljáa ofan á.

Púðursykursgljái 

  • Setjið smjörið, púðursykurinn og kanilinn í lítinn pott yfir meðal hita og bræðið saman, passið að láta blönduna ekki sjóða. Láttu blönduna kólna aðeins áður en þú setur á kökurnar. Settu 1 msk. á hverja köku.
  • Best er að kæla kökurnar örlítið inn í ísskáp áður en gljáinn er settur ofan á.

Best er njóta kanilbombunnar með góðri vinkonu og rjúkandi heitum kaffibolla.

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest