Flest borðum við heldur lítið af fiski, svona miðað við það hvað hann er hollur, hitaeiningasnauður og fínn í maga.
Hér er einföld uppskrift fyrir þig og þína. Þetta er léttur fiskréttur með grænmeti, gerður í eldföstu móti, einfaldur, fljótlegur og ofsalega góður.
INNIHALD
- 500 gr ýsa eða þorskur
- 1 tsk salt
- 1-2 tsk eðalkrydd frá Pottagöldrum
- 1 msk góð olía
- 1 rauð paprika
- 1 gul paprika
- 1/2 brokkolíhaus
- 1 askja kirsuberjatómatar
- 2 msk mozzarella ostur
AÐFERÐ
Olía í eldfast mót. Fiski raðað í mótið, saltað og kryddað. Paprika og brokkolí skorið niður smátt og steikt smá stund á pönnu, ásamt 1/2 dl vatni (svo það brenni ekki við) og svo er þetta látið malla í 4-5 mín.
Grænmetinu er því næst hellt yfir fiskinn ásamt vökva sem hefur myndast á pönnunni. Svo eru ostur og tómatar sett yfir og inní 190°ofn í ca 10 mín.
Borið fram með kotasælu og grænu salati!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.