Ef planið er að missa nokkur kíló þá skaltu endilega prófa að gera þessa uppskrift næst þegar þú matreiðir úr rest af góðum kjúklingi.
Reyndar er alltaf gott að reyna að nota gríska jógúrt í staðinn fyrir majones, einfaldlega vegna þess að majoið getur verið svo svakalega hitaeiningaríkt.
Þetta salat er bæði ferskt og gott. Æðislegt sem millimál eða sem hádegisnesti.
Það er fljótlegt og einfalt að útbúa það og þú getur notið þess með grófri beyglu, grófu sólkjarnabrauði eða þessvegna ristuðu pítubrauði.
INNIHALD
2 kjúklingabringur, skornar í smátt eða restin af grillaða kjúllanum frá gærdeginum
1/4 bolli grísk jógúrt
1/3 bolli sellerí
1/3 bolli epli, skorið í teninga
1/3 bolli vínber, skorin til helminga
1/4 bolli muldar möndlur
Eins og þú sérð á innihaldinu er smá Waldorf fílingur í þessu salati nema hér erum við ekkert að setja sykur eða rjóma.
AÐFERÐ
- Skerðu kjúklinginn í litla bita og settu í skál, blandaðu yfir grískri jógúrt þar til allur kjúklingurinn er þakinn.
- Bættu við sellerí, eplum, vínberjum og möndlum.
- Berðu fram strax, restin geymist sæmilega til næsta dags í ísskáp (best samt að borða bara strax.)
Í þessum rétti eru um 140 hitaeiningar í 100 gramma skammti.
[Heimild: Popsugar]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.