Á íslenskum heimilum tíðkast að bera fram fisk á mánudögum. Þessir laxahamborgarar slá í gegn hjá öllum í fjölskyldunni og eru þar að auki hollur og góður kostur.
Hráefni:
500 g laxaflak, bein- og roðlaust, skorið í bita
1 stk egg
½ dl graslaukur, finsaxaður
2 msk repjuolía
4 stk gróf hamborgarabrauð eða 8 sneiðar af grófu súrdeigsbrauði
50 g ferskt salat
2 stk tómatar
1 stk lárpera
1 stk lítið grænt epli, skorið í bita
1 ds sýrður rjómi 10%
Rifinn börkur af 1 límónu
1 tsk eða meira af wasabimauki
Sjávarsalt og svartur pipar
1 stk egg
½ dl graslaukur, finsaxaður
2 msk repjuolía
4 stk gróf hamborgarabrauð eða 8 sneiðar af grófu súrdeigsbrauði
50 g ferskt salat
2 stk tómatar
1 stk lárpera
1 stk lítið grænt epli, skorið í bita
1 ds sýrður rjómi 10%
Rifinn börkur af 1 límónu
1 tsk eða meira af wasabimauki
Sjávarsalt og svartur pipar
Aðferð:
Laxaborgarar:
- Setjið fyrstu fjögur hráefnin í matvinnsluvél eða maukið gróft með töfrasprota.
- Mótið fjóra hamborgara úr farsinu sem eru u.þ.b. 1 og 1/2 cm þykkir.
- Steikið á pönnu við meðalhita í u.þ.b. 5 mínútur.
- Ristið brauðin og leggið salat og wasabi-eplasaósu ofan á brauðbotninn. Setjið síðan laxaborgarann þar ofan á og meiri sósu. Toppið með tómamötum, lárperu og sósu.
Wasabi-eplasósa:
Maukið eplið í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Bætið hinum hráefnunum saman við. Smakkið til með salti, pipar og wasabi.
Ljúffeng og hollt í byrjun vikunnar
Höfundur: Erna Sverrisdóttir
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.