Mér finnst þetta æðislegur hádegismatur eftir ræktina, stútfullur af vítamínum, létt í maga svo maður tali nú ekki um Omega bombuna í fisknum.
INNIHALD
Lítið laxastykki
Bláber
Jarðarber
Mangó
Kál
Sesam og hörfræ
Balsamic olía
AÐFERÐ
Þú kryddar minnsta laxastykkið með svörtum pipar, pínu dass af Maldon salti og sítróna kreist yfir. Sett í sjóðheitan ofn í sirka fimm mínútur.
Svo skreytirðu fiskinn með jarðaberjum, bláberjum, mangó, káli, sesam og hörfræ blöndu. Svo létt dass af balsamic.
Endilega notið hvaða grænmeti sem þið viljið, bara það sem er til hverju sinni.
Þetta er léttur réttur, æðislegur spari en líka i hvunndags þegar mann langar í litríkan, hollan fallegan mat sem kætir mann langt fram á kvöld og nærir kroppinn.
Dóra elskar að föndra við snittugerð en matur hefur alltaf haft mikil áhrif á hennar líf. Svo mikil að Dóra byrjar flesta morgna á að hugsa um hvað eigi að vera gott í kvöldmatinn. Hún býr á Seltjarnarnesi, á tvær æðislegar stelpur og sætasta golfara í heimi (að ólöstuðum okkar). Dóra lærði til lyfjatæknis árið 2001 en áhugamál hennar snúast um allt sem tengist mat, hreyfingu, dansi og útivist.