Uppskrift: Lambalund með döðlum og beikoni í snittuútgáfu

Uppskrift: Lambalund með döðlum og beikoni í snittuútgáfu

lamba

Nú þegar tekur að rökkva og kuldinn klípur kinn er nauðsynlegt að borða kjötmeti til að kynda kerfið, gefa okkur kraft til að sinna öllum heimsins verkefnum og gleðja okkur þegar skammdegið bankar uppá með sínum þunga hrammi.

maturdoraÞessi einfaldi vetraréttur ætti ekki að velkjast fyrir neinum, sáraeinfaldur og einstaklega mikið hnossgæti.

Lambalund með döðlum, beikoni, jarðaberjum og piparostasósu, flauelsmjúk lund sem fær hjartað til að slá hraðar og augun glennast upp af fegurðinni, þetta er matur i sparilegri kantinum, kraftmikill og sneisafullur af vitamínum.

Sirka 7-800 gr fyrir fjóra fullorðna

AÐFERÐ

Lundirnar eru settar i mareningu yfir sólarhring, pressaður hvítlaukur, 4 msk ólífu olía, salt og pipar.

Lundirnar eru svo eldaðar á vægum hita hvort sem er á grilli eða ofni. Í sirka 5 mínútur á grilli en 20 mínútur i heitum ofni. Það þarf að passa að fylgjast vel með fer svolitið eftir ofnum hverju sinni.

Þegar sirka 7 mínútur eru eftir af eldunartímanum set ég sætar kartöflur í teningum (eldaðar) yfir kjötið og strái beikonstrimlum forelduðum yfir svo og söxuðum 4-5 döðlubitum.

Þetta er sett á fallegan disk með spínati, brokkolí, ferskum jarðarberjum og dassi af piparostasósu.

Piparostasósa

  • Smjörklípa sett i botn með piparosta smurosti
  • 1. msk sætt sinnep
  • 1. grænmetisteningur
  • 1. msk vatn, dass af mjólk og að lokum dl rjómi.
  • Hrært til þar til sósan er meðalþykk.

Berið fram með bros á vör, dinnertónlist, kertaljósi og góðum drykk.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest