Hér er æðisleg uppskrift að lambi sem inniheldur meðal annars bæði basil og kirsuberjatómata sem eru ferskir og góðir beint frá framleiðendum í dag.
Í þessari uppskrift er lambið ekki gegnsteikt en þú getur auðvitað haft það eins og hverjum og einum á þínum bæ líkar best, eða skellt því á grillið.
INNIHALD
Handfylli af basil
Handfylli af steinselju
50 g af ferskum rifnum Parmesan
1 hvítlauksrif
100 g valhnetur
100g ólífu olía
2 x 300g lambafillet án fitu
250g kirsuberjatómatar, (helst á stikli)
salatblöð
AÐFERÐ
Hitaðu ofninn í 180 gráður.
Settu basil, steinselju, parmesan, hvítlauk og hnetur með ólífuolíunni í matvinnsluvél eða mortel og blandaðu vel svo að úr verður gróft pestó.
Settu í skál og kryddaðu með salti og ferskum pipar.
Settu lambafille í stuttan tíma á heita pönnu, (ca 2 min) á hvora hlið og því næst í eldfast mót inn í ofn í 5 mínútur. þessu næst seturðu lambið á disk, kryddar með salti, hylur lauslega með álpappír og lætur bíða í 5 mínútur.
Ristaðu tómatana í ofni í ca 10 mínútur eða þar til þeir byrja að springa, settu salatið á diska, skerðu lambakjötið í sneiðar og settu á salatið, og toppaðu svo með tómötum og stórri skeið af pestó.
Njóttu með góðum drykk og í flottum félagsskap! Gott að bera líka fram með ristuðum kartöflum eða sætum kartöflum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.