Nú er sú tíð sem frystihólf landsmanna eru að verða full af bláberjum og öll keppumst við við að búa til kræsingar úr uppskerunni.
Hér er spennandi uppskrift, fengin að láni frá Cafe Sigrún, en hún inniheldur meðal annars negul og kanil. Girnilegt að bera fram með ostum og góðu kexi á kósýkvöldum yfir veturinn sem er framundan.
Gerir um 200 ml af sultu
INNIHALD
200 g bláber
1 tsk sítrónusafi
0,25 tsk malaður negull (enska: cloves)
0,5 tsk kanill
4 msk agavesíróp
AÐFERÐ
Maukið bláberin smástund í matvinnsluvél (nokkrar sekúndur) eða kremjið þau vel með skeið.
Sjóðið berin í litlum potti ásamt sítrónusafanum, kryddinu og agavesírópinu.
Látið bullsjóða í nokkrar mínútur og hrærið vel.
Hellið sultunni í skál eða í krukku.
Geymist í viku í ísskáp en aðeins lengur ef krukkan hefur verið sótthreinsuð.
Gott að hafa í huga
Sultuna má frysta. Best er að frysta hana í smáum skömmtum. Nota má sultuna sem heita (eða kalda) bláberjasósu ofan á t.d. bökur og ís.
Bon Appetit!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.