Mér finnst fátt notalegra en að fá mér góða grænmetissúpu og heitar brauðbollur. Þessi súpa er holl, bragðgóð og tekur enga stund að matreiða hana. Hollustu bollurnar eru enn einfaldari í framkvæmd.
Heilsusúpa (miða við 4-5 fullorðna)
Innihald:
1.stk púrrulaukur
2.stk laukur
3.stk hvítlauksrif
1.stk rauð paprika
1.stk gul paprika
4-5. stk meðal stórar gulrætur
1.stk ferskur chilli ( ég sleppi honum ef ég er að gefa börnum súpuna)
1/2 tsk papriku krydd
1.tsk engifer krydd
2.stk grænmetisteningar
Salt og pipar eins og hver og einn vill
800ml kókosmjólk
600ml vatn
Aðferð:
1. Saxið niður hráefnin smátt og steikið á pönnu með ykkar uppáhalds olíu, ég nota 2 msk af kókosolíu.
2. Hellið kókosmjólk og vatninu yfir grænmetið og látið sjóða í um 20-30 mínútur.
3. Bætið kryddum að vild saman við og hrærið vel í súpunni, látið krauma við lágan hita í um 20 mínútur.
4. Smakkið súpuna til og bætið kryddi eða vöka við eins og ykkur finnst súpan best á bragðið.
5. Mjög gott að sjóða eggjanúðlur og bera fram með súpunni.
Hollustu bollur ( miðast við um 10-12 stk bollur)
Innihald:
500gr spelt gróft
3.tsk vínsteinslyftiduft
1.dl fimmkorna blanda
100.gr rifinn ostur ég nota mozarella eða parmesan ost
1.tsk sjávarsalt
1.msk kókosolía
3.dl heitt vatn
Aðferð:
1.Blandið hráefnum saman í skál og hrærið vel
2. Látið kókosolíuna liggja í heita vatninu og leysast upp, blandið svo saman við þurrefnin.
3. Hrærið vel saman blandan á að vera svolítið klístruð, bætið smá vatni við ef svo er ekki.
4. Setjið á bökunarpappír á ofnplötu og bakið við 180 gráður í um 10-12 mínútur.
Verði ykkur að góðu!
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.