UPPSKRIFT: Klassísk French Toast – Helgar morgunmaturinn

UPPSKRIFT: Klassísk French Toast – Helgar morgunmaturinn

_MG_3951 copyUm helgar elska ég að útbúa mér góðan og djúsí morgunmat. French toast er þá í miklu uppáhaldi hjá mér, en það er alveg rosalega einfalt að útbúa og æðislega gott.

French Toast_MG_3924 copy

  • 4 egg
  • 1 bolli rjómi
  • 1 tsk kanill
  • salt
  • pipar
  • 6 meðalstórar brauðsneiðar
  • ávextir
  • hlynsíróp

Blandið saman eggjum, rjóma, kanil, salt og pipar.
Hellið eggjahrærunni í eldfast mót hæfilega stórt fyrir 2 brauðsneiðar.

Látið 2 brauðsneiðar liggja í eggjahrærunni í 15-30 sek á hverri hlið. Steikið svo brauðsneiðarnar á pönnu þangað til þær eru gullinbrúnar og snúið þeim við og steikið á hinni hliðinni.

Látið næstu brauðsneiðar liggja í eggjahrærunni á meðan.

_MG_3892 copy

Mér finnst best að setja mikið af ávöxtum ofan á brauðið og svolítið hlynsíróp yfir. Í þetta skiptið skar ég niður ferskjur og banana og dreifði bláberjum yfir.

Að mínu mati verður morgunmaturinn ekki mikið betri og því vona ég að þið prófið þetta.

_MG_3932 copy

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest