French toast er klassískur morgunmatur, sem þrátt fyrir nafnið er aðallega vinsæll í Bandaríkjunum. Þennan ljúffenga spari morgunverð, nú eða dögurðar rétt, er mjög einfalt að útbúa og börnin hafa eflaust gaman af að hjálpa til. Þau eldri fara líka létt með þetta. Svona ferðu að…
Innihald:
- 4 egg
- 1 bolli rjómi
- 1 tsk kanill
- salt
- pipar
- 6 meðalstórar brauðsneiðar
- ávextir
- hlynsíróp
Blandið saman eggjum, rjóma, kanil, salt og pipar. Hellið eggjahrærunni í eldfast mót hæfilega stórt fyrir 2 brauðsneiðar.
Látið 2 brauðsneiðar liggja í eggjahrærunni í 15-30 sek á hverri hlið. Steikið svo brauðsneiðarnar á pönnu þangað til þær eru gullinbrúnar og snúið þeim við og steikið á hinni hliðinni.
Látið næstu brauðsneiðar liggja í eggjahrærunni á meðan.
Það er gott og fallegt að setja fullt af ávöxtum ofan á brauðið og svolítið hlynsíróp yfir. Kannski smá flórsykur líka til að gera þetta svaka, svaka fínt.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.