Þegar tíminn er naumur og allir orðnir sár-svangir, finnst mér fullkomið að geta gert eitthvað sjúklega gott og hollt á sem fljótlegasta hátt.
Hráefni
- 4 kjúklingabringur
- sjávarsalt
- malaður svartur pipar (ég nota alltaf krydd frá pottagöldrum)
- grænt eða rautt pestó
- ferskur mozzarella ostur
- 1-2 tómatar
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C. Skerið kjúklinginn eftir endilöngu, 2-3 lengjur úr hverri bringu (eftir stærð).
Kryddið með salti og pipar.
Smyrjið eldfast mót með olíu. Þekjið mótið með pestói, ca. 1/4 úr krukkunni. Setjið kjúklinginn yfir pestóið og smyrjið restinni af pestói yfir kjúklinginn. Setjið álpappír yfir mótið og bakið í ofni í 25-30 mín.
Þegar kjúklingurinn er næstum því full eldaður, takið álpappírinn af og setjið tómatsneiðar og mozzarellaostinn yfir hann.
Bakið í ofni í 5 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
Berið fram með fersku salati.
Með þessari sælu mæli ég með 100%. Bragðgóður og fallegur réttur. Allir á heimilinu hoppa og skoppa að kæti þegar hann er borinn á borð!
Þessi dásamlegi réttur er svo góður að þú svífur á vellíðan langt fram eftir kvöldi, afslöppuð og fín.
NJÓTIÐ ALLS Í BOTN
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.