Kjúklingabringur í pekanhneturaspi
Fyrir 4
Þegar fín malað mjöl er minnkað eða tekið alveg úr mataræðinu tekur maður fljótlega eftir því að mjöl er alls staðar og þar með talið í raspi og stökkum hjúp („crust“) utan um fisk eða kjöt. Í þessari uppskrift er raspið eða „crustið“ búið til úr pekanhnetum. Frábær leið til að hjúpa kjúkling án þess að nota hveiti.
INNIHALD
100 ml Dijon-sinnep (eða t.d. lífræntsinnep)
2 msk. lífrænt hunang
100 gr pekanhnetur,muldar í matvinnsluvél
4 kjúklingabringur
½ tsk. sjávarsalt
AÐFERÐ
Hitið ofninn í 180°C.
Blandið saman sinnepi og hunangi.
Þerrið aðeins bringurnar og veltið hverri fyrir sig fyrst upp úr sinnepsblöndunni og svo hnetu mulningnum.
Leggið í smurt, eldfast mót. Saltið og setjið inn í ofn.
Eldið í um 45 mínútur.
Með þessu er gott að bera fram t.d.sætar kartöflur og klettasalat meðperum, eplum og furuhnetum.
Í Heilsuréttum fjölskyldunnar eru uppskriftir að ljúffengum réttum sem fjölskyldan elskar en bókin er skrifuð fyrir þá sem vilja bæta mataræði og lífsstíl fjölskyldunnar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.