Kjúklingapottréttur með grænmeti og grjónum

Kjúklingapottréttur með grænmeti og grjónum

kjulli

Bragðgóður og einfaldur kjúklingapottréttur með grænmeti og grjónum. Hollt og ofsalega gott fyrir bæði bragð og líkamann sem elskar svona hollstu.

Þó listinn af innihaldsefnum sé hér langur er mjög auðvelt að gera þennan rétt. Kryddin sem gefin eru upp eru krydd sem ættu að vera til í öllum kryddskápum og ef þú átt þau ekki, þá muntu njóta þess að eiga þau til góða. Athugaðu líka að endingartími krydda er mjög langur svo lengi sem þau eru geymd í lokuðu rými og ekki í miklum hita eða kulda.

INNIHALD

3 bein- og skinnlausar kjúklingabringur
2 bollar vatn (500 ml)
2 msk grænmetiskraftur, lífrænn
1 laukur, fínsaxaður
1 rauðlaukur, fínsaxaður
2 flöskur af Sollu tómötum

400 ml vatn
1-2 sætar kartöflur, skornar í litla bita
3 stórar gulrætur, sneiddar
1 rauð paprika, skorin í bita
bolli ferskar ertur (gott að kaupa frosnar)
4 hvítlauksrif, smátt saxað
1/2 teskeið rósmarín,ferskt eða þurrkað
1/2 tsk kóríander
1/4 tsk cayenne pipar
1/4 tsk basilika
1/4 tsk timjan
1/2 tsk oregano
1/4 tsk nýmalaður svartur pipar
1 tsk sjávarsaltvegetables
11/2 bolli ósoðin hýðis hrísgrjón

Gott er að sjóða hrísgrjónin tímanlega en leiðbeiningar um eldun eru á pakkanum. Svo er það bara að steikja bringurnar í bitum í heilsugrilli eða á pönnu og geyma til hliðar.

Sollu tómatar og vatn sett í pott og þegar það fer að hitna þá bæta við grænmetinu og kryddinu og láta sjóða í 25 mín. Bætið síðan við kjúklingabringum og hrísgrjónum og látið sjóða áfram í 10 mín. Borið fram með grænu salati með nóg af klettasalati og öðru ljúfmeti jarðar.

Njótið!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest