Hljómar þetta ekki bara dásamlega? Kjúklingabringur, fetaostur, möndlur, spínat, hvítlaukur…. mmmm* allt það besta á einn disk.
INNIHALD:
- 2 msk ólífuolía
- 1/4 bolli möndluflögur og sama af söxuðum möndlum
- 1 fínt sneiddur vorlaukur
- 3 hvítlauksrif, söxuð
- 1 msk ferskt timian eða blóðberg
- safi úr hálfri sítrónu
- 200 gr spínat
- 50 gr fetaostur
- 4 litlar eða 2 stórar kjúklingabringur
- 2 teskeiðar reykt paprika (krydd)
- salt
Hitaðu ofninn í 180 gráður. Hitaðu pönnu að meðalhita. Settu teskeið af ólífuolíu á pönnuna og bættu við möndlum. Steiktu í 3-5 mínútur þar til þær verða gylltar. Bættu við vor og hvítlauk og láttu krauma í 2-3 mín eða þar til hvítlaukurinn verður örlítið gylltur.
Bættu við spínati og kjúklingakrafti, sítrónusafa og timian. Láttu krauma í smá stund eða þar til spínatið mýkist upp. Taktu af hitanum, losaðu vökva frá og bættu í feta.
Blandaðu svo saman restinni af olíunni, paprikukryddi og möndlum. Settu þetta til hliðar. Skerðu bringurnar langsum og búðu til ‘vasa’. Fylltu með blöndunni, lokaðu með tannstöngli og settu í eldfast mót. Settu svo paprikumöndlu blöndu yfir (gott að nudda)
Settu álpappír yfir formið og bakaðu í ofni í 10 mínútur, taktu álpappírinn svo af og láttu bakast í 10 mínútur til viðbótar eða þar til kjúllinn er eldaður í gegn.
Nammi namm…!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.