Reykjavik
16 Mar, Saturday
1° C
TOP

UPPSKRIFT: Kjúklingabringur fylltar með mozzarella og basilpestó

Við elskum ítalska matargerð! Hún getur verið fersk, lokkandi, fullnægjandi og allt þar á milli. Viva Italia!

Hér er girnilegur og hollur réttur frá stelpunum í Yndisauka. Um að gera að elda á sunnudagskvöldi og njóta með góðum vinum og jafnvel góðum vínum…

Uppskriftin er fljótleg og einföld…

-fyrir 4

  • 4 kjúklingabringur, ein á hvern fullorðinn
  • 2 Galbani Santa Lucia Mozzarella kúlur*
  • 1 dós Basilpestó Yndisauka*
  • nýmalaður pipar

Skerið mozzarella kúlurnar í sneiðar. Skerið vasa í kjúklingabringurnar. Leggið ostsneiðarnar í vasann á bringunum og smyrjið síðan vel af pestó inn í. Lokið með tannstönglum. Leggið bringurnar í eldfast mót eða ofnskúffu og smyrjið afgangnum af pestóinu yfir bringurnar. Hitið ofninn í 200°C og eldið bringurnar í 40 mín.

(Gott er að hafa rauð Camargue hrísgrjón með þessum rétti, soðin samkvæmt leiðbeiningum á pakka, og að sjálfsögðu ferskt og gott salat. Þessi hrísgrjón eiga rætur sínar að rekja til Camargue héraðsins í suður Frakklandi, þau eru rauðleit og bera keim af hnetum.)

30+ stelpur & stelpustrákar, kyntröll, konur og kettlingar. Fjölbreytileiki, fegurð, gleði og góður fílíngur. Settu okkur í bookmark, eltu okkur á ÖLLUM samfélagsmiðlunum og líf þitt verður strax skemmtilegra! - Ef ekki, þá færðu endurgreitt! ATH: Snappið okkar heitir Pjattsnapp ATH: Sendu okkur póst á pjatt at pjatt punktur is