Við elskum ítalska matargerð! Hún getur verið fersk, lokkandi, fullnægjandi og allt þar á milli. Viva Italia! Hér er girnilegur og hollur réttur frá Kristínu í Yndisauka. Um að gera að elda á sunnudagskvöldi og njóta með góðum vinum og jafnvel góðum vínum…
Uppskriftin er fljótleg og einföld…
-fyrir 4
- 4 kjúklingabringur, ein á hvern fullorðinn
- 2 stórar Mozzarella kúlur*
- 1 dós Basilpestó Yndisauka*
- grilluð paprika (ef þú vilt)
- nýmalaður pipar
Skerið mozzarella kúlurnar í sneiðar. Skerið vasa í kjúklingabringurnar. Leggið ostsneiðarnar í vasann á bringunum og smyrjið síðan vel af pestó inn í. Lokið með tannstönglum. Leggið bringurnar í eldfast mót eða ofnskúffu og smyrjið afgangnum af pestóinu yfir bringurnar. Hitið ofninn í 200°C og eldið bringurnar í 40 mín.
(Gott er að hafa rauð Camargue hrísgrjón með þessum rétti, soðin samkvæmt leiðbeiningum á pakka, og að sjálfsögðu ferskt og gott salat. Þessi hrísgrjón eiga rætur sínar að rekja til Camargue héraðsins í suður Frakklandi, þau eru rauðleit og bera keim af hnetum.)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.