Uppskrift: Kalkúnabringur með villisveppaostasósu og sætarkartöflum

Uppskrift: Kalkúnabringur með villisveppaostasósu og sætarkartöflum

kalkunnFylltar Kalkúnabringur með villisveppaostasósu, rjómasoðin seljurót og sætarkartöflum

Við elskum auðvitað kalkún en að elda hann getur verið svoltítið ‘trikkí’ og á minni heimilum er stundum betra að kaupa bara bringurnar í stað þess að elda heilan fugl. Hér er mjög girnileg uppskrift frá Gott í Matinn að fylltum kalkúnabringum. Ljúffengur veislumatur fyrir fjóra:

1 kg kalkúnabringur
Salt og pipar
20 korn mulinn grænnpipar
Fylling
20 g þurrkaðir villisveppir
100 g sveppir
1 msk. smjör
1 stk. villisveppaostur steyptur
1 stk. egg
2 dl brauðraspur
100 g pecanhnetur saxaðar
Salt og pipar

Kalkúnn aðferð: Setjið villisveppina í bleyti í sjóðandi vatn. Látið standa i 15 mín veiðið sveppina upp úr vatninu og saxið fínt ásamt sveppunum. Steikið sveppina á pönnu í smjörinu og setjið í skál. Rífið niður villisveppaostinn og blandið saman við kælda sveppina. setjið saman við restina af hráefnunum og hrærið vel saman. Skerið í hliðina á kalkúnabringunni svo myndist vasi. setjið fyllinguna í með skeið og brúnið bringurnar á pönnu. Setjið á grind og kryddið með salti, pipar og grænum pipar.

Steikið við 130°C á blæstri í 45-50 mín.

Villisveppaostasósa

250 g saxaðir sveppir
100 g fínt saxaður laukur
50 g smjör
3 dl kjúklingasoð (eða vatn og teningur)
1 stk. villisveppaostur steyptur
125 g rjómaostur með svörtum pipar
5 dl rjómi

Sósa aðferð: Steikið sveppina og laukinn í smjörinu, bætið við kjúklingasoðinu og rjómanum. Skerið ostinn í bita og bræðið í sósunni við vægan hita. Þykkið að vild

Rjómasoðin seljurót og sætarkartöflur

400 g seljurót
300 g sætar kartöflur
2 tsk. þurrkað timjan
1 peli rjómi
Salt og nýmulinn svartur pipar

Sætar kartöflur aðferð: Skerið seljurót og sætarkartöflur í teninga. Setjið í eldfast mót kryddið með timian, salti og pipar. Hellið rjómanum yfir og bakið við 150°C í c.a. 35 mín

Höfundur: Árni Þór Arnórsson

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest