Fylltar Kalkúnabringur með villisveppaostasósu, rjómasoðin seljurót og sætarkartöflum
Við elskum auðvitað kalkún en að elda hann getur verið svoltítið ‘trikkí’ og á minni heimilum er stundum betra að kaupa bara bringurnar í stað þess að elda heilan fugl. Hér er mjög girnileg uppskrift frá Gott í Matinn að fylltum kalkúnabringum. Ljúffengur veislumatur fyrir fjóra:
1 kg kalkúnabringur
Salt og pipar
20 korn mulinn grænnpipar
Fylling
20 g þurrkaðir villisveppir
100 g sveppir
1 msk. smjör
1 stk. villisveppaostur steyptur
1 stk. egg
2 dl brauðraspur
100 g pecanhnetur saxaðar
Salt og pipar
Kalkúnn aðferð: Setjið villisveppina í bleyti í sjóðandi vatn. Látið standa i 15 mín veiðið sveppina upp úr vatninu og saxið fínt ásamt sveppunum. Steikið sveppina á pönnu í smjörinu og setjið í skál. Rífið niður villisveppaostinn og blandið saman við kælda sveppina. setjið saman við restina af hráefnunum og hrærið vel saman. Skerið í hliðina á kalkúnabringunni svo myndist vasi. setjið fyllinguna í með skeið og brúnið bringurnar á pönnu. Setjið á grind og kryddið með salti, pipar og grænum pipar.
Steikið við 130°C á blæstri í 45-50 mín.
Villisveppaostasósa
250 g saxaðir sveppir
100 g fínt saxaður laukur
50 g smjör
3 dl kjúklingasoð (eða vatn og teningur)
1 stk. villisveppaostur steyptur
125 g rjómaostur með svörtum pipar
5 dl rjómi
Sósa aðferð: Steikið sveppina og laukinn í smjörinu, bætið við kjúklingasoðinu og rjómanum. Skerið ostinn í bita og bræðið í sósunni við vægan hita. Þykkið að vild
Rjómasoðin seljurót og sætarkartöflur
400 g seljurót
300 g sætar kartöflur
2 tsk. þurrkað timjan
1 peli rjómi
Salt og nýmulinn svartur pipar
Sætar kartöflur aðferð: Skerið seljurót og sætarkartöflur í teninga. Setjið í eldfast mót kryddið með timian, salti og pipar. Hellið rjómanum yfir og bakið við 150°C í c.a. 35 mín
Höfundur: Árni Þór Arnórsson
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.