Jólatré úr ávöxtum fyrir aðventubrönsinn

Jólatré úr ávöxtum fyrir aðventubrönsinn

Ég var að ramba um netið þegar ég rakst á þessa stórkostlegu hugmynd sem mig langar að deila hér á Pjattinu.

Hér erum við með jólatré úr ÁVÖXTUM! Frábær hugmynd! 

Aðventan einkennist oft af miklu sukki í mat og drykk en til hvers að hafa þennan mat óhollan ef okkur langar að hafa hann hollan? Hvað með að föndra eitt svona tré fyrir brönsinn næsta sunnudag? Nú erum við með brakandi fersk rauð epli og ávexti í búðunum og það er lítið mál að setja saman svona tré.

Ég myndi passa að úða smá sítrónusafa yfir ávextina til að þeir dökkni ekki (ef þú notar t.d. epli) og svo held ég að það gæti verið voðalega sætt að strá smá kókos yfir tréð til að gera það enn jólalegra. Nú… og ef þú bara getur ekki sleppt því (sem ég skil vel) þá myndi ég setja nokkra súkkulaðimola inn á milli. Súkkulaði og ávextir fara nefninlega mjög vel saman í munni.

Þú gerir þetta svona:

Reddar þér stórri og voldugri gulrót sem þú festir ofan í hálfskorið stórt epli (getur notað tannstöngla í það).

Í gulrótina koma tannstönglar sem þú passar að hafa mislanga. Stutta efst og lengri neðst.

Setur líka tannstöngla í eplið. Svo er bara að raða upp ávöxtunum.

Stjarnan er gerð í mangó eða gula melónu sýnist mér og svo eru þarna falleg jarðarber, vínber, kiwi og melóna en það ætti að vera hægt að nota bara allskonar ávexti í þetta svo lengi sem þeir eru ekki allt of blautir.

jolaavaxtatre

 

Einstaklega flott og skemmtileg hugmynd. Öðruvísi pæling og gott svona á móti öllu jólasukkinu!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest