Reykjavik
06 Dec, Thursday
4° C
TOP

Uppskrift: Jólasveinahúfu Brownies – Frábærar fyrir krakkabakstur!

jólabrownie

Hér kemur uppskrift að súkkulaði brownies og hugmynd að því hvernig hægt er að gera þær með smá jólaívafi.

Brownies eru alltaf svo góðar á bragðið og bara ennþá betri þegar búið er að setja smjörkrem og fersk jarðaber ofan á þær.

Brownies

150gr smjör mjúkt
200gr suðusúkkulaði brætt
1.dl sykur
1/2 tsk salt
1 tsk negull ( má sleppa en geriri mikið jólabragð)
1 og 1/2 msk bökunarkakó
2 egg
2 tsk vanilludropar
3 msk volgt vatn
2/3 dl hveiti (sigtað)

Aðferð

1. Þeytið saman smjör og sykur þar til að blandan verður létt og ljós.
2. Blandið eggjunum og vanilludropum saman við blönduna.
3. Bræðið súkkulaðið varlega yfir vatnsbaði og bætið í út í blönduna í einni bunu.
4. Næst eru þurrefnin sett saman við, munið bara að sigta hveitið til þess að forðast kjekki.
5. Blandið öllu vel saman.
6. Stillið ofninn á unir og yfir hita á 200 gráður.
7. Smyrjið ferkanntað eldfast form og setjið blönduna í og bakið í um 30 mínútur.
8. Leyfið kökunni að kólna vel, skerið hana svo í marga litla ferninga, setjið venjulegt smjörkrem ofan á og fersk jarðaber eins og sjá má á myndinni. Þetta verða einskonar litlar jólasveinahúfur.

Uppskrift að smjörkremi færðu HÉR 

Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!

 

Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára. Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.