Mörgum þykir fátt gómsætara en ofnbakað grænmeti. Hvort sem það er laukur, gulrætur, paprika, kartöflur, sætar kartöflur, eggaldin… um leið og búið er að baka grænmeti í ofni verður það bæði sætt og ljúft undir tönn.
Hér er uppskrift að girnilegum kjúklingarétti sem er einfalt og fljótlegt að reiða fram…
4 kjúklingabringur eða bitar (með beini og skinni)
7 gulrætur, skrældar og skornar í helminga
7 nípur (rófur), skrældar og skornar til helminga
2 heilir hvítlaukar í hýðinu og þrjú skorin rif
2/3 bollar af ólífuolíu
2 tsk gott salt
pipar
1 msk timían lauf
1
Hitið ofninn í 200°C. Leggðu álpappír yfir bökunarplötu og leggðu kjúklinginn þar á með skinnið upp. Settu svo gulrætur, rófur og hvítlauk í hýði þar í kring. Skvettu ólífuolíu yfir allt og kryddaðu með salti, pipar og timían. Nuddaðu saxaða hvítlauknum í kjúklinginn.
2
Settu allt í ofninn og bakaðu í sirka 40 mínútur eða þar til grænmetið er mjúkt og kjúklingurinn gegnsteiktur. Þegar safi myndast á plötunni skaltu ausa honum yfir kjúklinginn einu sinni eða tvisvar meðan eldað er. Passaðu þig að fylgjast vel með tímanum svo að kjötið verði ekki of eldað. Láttu kjúklinginn svo bíða í 10 mínútur í ofninum áður en þú berð hann fram með grænmetinu, brúnum hrísgrjónum, kaldri sósu og góðum drykk!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.