Samkvæmt hefð skal hafa fisk á mánudagskvöldum. Fiskur er gríðarlega hollur en margir fiskréttir einkennast af bræddu smjöri og stöppuðum kartöflum.
Fyrir þau sem vilja byrja vikuna á léttum en bragðgóðum rétti er gott að prófa þennan æðislega sesam lax með steiktu grænmeti og brúnum hrísgrjónum.
Fyrir 4
INNIHALD
1 stk. vorlaukur, skorinn smátt
2 msk. sojasósa (því saltminni því hollari)
1 msk. hrísgrjónaedik
1 msk. hunang
1 tsk. fersk engiferrót, afhýdd og skorin smátt
500 gr. lax, úrbeinaður og roðflettur. Skorinn í 4 parta
1 tsk. sesamfræ, þurristuð á pönnu
AÐFERÐ
Hrærið saman í skál vorlauk, sojasósu, hrísgrjónaediki, hunangi og engifer þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið laxinn í plastpoka, hellið 3 msk. af sósunni yfir hann og látið liggja inni í ísskáp í 15 mínútur. Geymið restina af sósunni.
Hitið ofninn á 200° og stillið á grill (e. broiler). Setjið álpappír í eldfast form og spreyjið létt með Pam sprey. Setjið laxinn í formið og inn í ofn í 6-10 mínútur.
Ath! Fylgist vel með ofninum, grillstillingin gerir það að verkum að laxinn eldast hratt og brennur auðveldlega við. Um leið og laxinn lítur út fyrir að vera tilbúinn skaltu taka hann út.
Takið restina af sósunni og setjið yfir laxinn. Loks fara sesamfræin ofan á.
Með þessu er frábært að hafa léttsteikt grænmeti eins og brokkolí, papriku, sveppi og kúrbít ásamt brúnum hrísgrjónum.
Sesam laxinn er bókstaflega laufléttur réttur en það er ekkert mánudagslegt við bragðið.
Ljúffeng leið til að enda fyrsta dag vikunnar og byrja hana með glæsibrag.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.