Sérlega hollur fiskur fyrir 5-7 manns úr bókinni Ljúfmeti úr lækningarjurtum. Ég er búin að prófa þennan og mæli eindregið með.
Turmerik er mjög spennandi krydd sem er bæði bólgueyðandi og er líka bakteríudrepandi og álíka og sólhattur gegn hálsbólgu og hósta.
Nú er líka hægt að fá turmerik í fljótandi formi til að nota sem fæðubót.
4 fiskflök t.d. rauðspretta, þroskur eða ýsa
1 bolli gróft haframjöl
3/4 bolli jómfrúarólífuolía
1 msk karrí
1/2 tsk túrmerik
1/2 tsk sjávarsalt
svartur pipar
Leggið fiskinn í eldfast form. Setjið haframjöl, olíu og krydd í skál og blandið vel saman. Hellið blöndunni yfir fiskinn og bakið í um 15-20 mín við 180°C. Berið fram með hýðishrísgrjónum.
Njótið!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.